
Ljós Kaldi – Dökkur Kaldi – Kaldi Lite – Stinnings Kaldi – Norðan Kaldi
Kaldi Lite er bruggaður úr úrvals hráefni frá Tékklandi. Í Kalda Lite 2 tegundir af byggi og 2 tegundir af humlum. Hann er hitaeiningasnauður bjór með litla fyllingu og litla beiskju. Hann er afar svalandi og hentar vel fyrir þá sem ekki eru að sækjast eftir mjög bragðmiklum bjór. Frá Bjórspjall.is
Dökkur kaldi Dökkur Kaldi kom á markaðinn um vorið 2007 í kjölfarið á miklum vinsældum ljósa Kalda. Markmiðið með Dökka Kalda var að koma með bjór sem væri með meira bragði og meiri fyllingu. Í hann fer einungis sérvalið úrvalshráefni frá Tékklandi, 3 tegundir af humlum og 4 tegundir af byggi sem þykir mikið gæðamerki. Frá Bjórspjall.is
Stinnings Kaldi er dökkleitur og mildur bjór með sögulega skírskotun. Hann inniheldur jurtaveig úr villtri ætihvönn, en hana hafa íslendingar notað frá því land byggðist. Hvönnin er ein þekktasta lækningajurt landsins og var bæði notuð til helsubóta og sem krydd í mat og drykk. Frá Bjórspjall.is
Norðan Kaldi er sérbruggaður úr úrvals hráefni frá tékklandi, 3 tegundum af byggmalti og 2 tegundum af humlum frá Tékklandi og Nýja Sjálandi. Mikið bragð og mikil lykt einkennir Norðan Kalda. Allar bjórarnir frá Bruggsmiðjunni hafa hinað til verið Lager bjórar. Frá Bjórspjall.is
Þessi færsla er einnig til staðar á: English